Höfundar:
Brynjófur Gauti Jónsson og Sindri Baldur Sævarsson
Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Byggt á daglega uppfærðum gögnum ECDC
Hlekkur á gögn
Síðast uppfært 8. maí 2020
Allan kóða má nálgast hér
Höfundar:
Brynjófur Gauti Jónsson og Sindri Baldur Sævarsson
Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Byggt á daglega uppfærðum gögnum ECDC
Hlekkur á gögn
Síðast uppfært 8. maí 2020
Allan kóða má nálgast hér
Höfundar:
Brynjófur Gauti Jónsson og Sindri Baldur Sævarsson
Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Byggt á daglega uppfærðum gögnum ECDC
Hlekkur á gögn
Síðast uppfært 8. maí 2020
Allan kóða má nálgast hérHöfundar:
Brynjófur Gauti Jónsson og Sindri Baldur Sævarsson
Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Byggt á daglega uppfærðum gögnum ECDC
Hlekkur á gögn
Síðast uppfært 8. maí 2020
Allan kóða má nálgast hér
Höfundur:
Brynjófur Gauti Jónsson,
Tölfræðiráðgjöf Heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands
Byggt á daglega uppfærðum gögnum ECDC sem fást í hlekk að neðan
Hlekkur á gögn
Síðast uppfært 8. maí 2020
Allan kóða má nálgast hér

Lögmál smárra talna


Ein frægasta niðurstaða tölfræðinnar er lögmál stórra talna. Samkvæmt því stefnir úrtaksmeðaltalið (meðaltal gagnanna sem þú fékkst í hendurnar) á þýðismeðaltalið (meðaltalið sem þú ert í raun að reyna að mæla) því stærra sem úrtakið þitt verður. Stundum tala tölfræðingar í háði um lögmál smárra talna.

Það er í rauninni ekki lögmál, heldur útskýring á því af hverju bæði hæstu og lægstu krabbameinstíðnina í Bandaríkjunum er oftast að finna í litlum bæjum. Það er hreinlega vegna þess að ef fáir íbúar eru í bæ þá mun eitt tilfelli hækka tíðnina gífurlega mikið. Sömuleiðis, ef fáir búa á staðnum, getur vel verið að enginn þjáist af krabbameini og því mælist tíðnin mjög lág!

Við sjáum lögmál smárra talna skýrt í gögnum um útbreiðslu COVID-19 um heiminn, en mörg löndin með hæstu tíðni smita eru lönd eins og Ísland, San Marino og Liechtenstein. Við sjáum á myndinni að neðan að Ísland byrjar strax með mjög háa tíðni smita. Að miklum hluta er það vegna lágs íbúafjölda.